Við eigum afmæli

Á laugardaginn 29. mars blásum við til afmælisveislu í tilefni af 45 ára afmæli okkar. Gleðin hefst kl. 15.00 og stendur til kl. 17.00.

Við munum gera margt okkur til gleði ánægju og yndisauka í tilefni dagsins. Við verðum með myndasýningu, nýja heimasíðan verður tekin formlega í notkun og viðurkenningar verða veittar.