Okkur í Ægisbúum bauðst að vera með fjáröflun með vörum frá Kaffitár sem við vijum endilega að skátarnir okkar nýti sér. Nú fer að koma að tjaldútilegunni okkar sem verður haldin helgina 2-4.júní á Úlfljótsvatni og væri þetta sniðug leið til að láta skátana safna sér fyrir útilegunni. Þeir sem eru mjög duglegir að selja […]
PIRATES OF LAKE UGLY WOLF Farið verður í tjaldútilegu helgina 2.-4. júní á Úlfljótsvatni. Skráning fer fram með því að senda póst á skati@skati.is með nafni og kennitölu barns. Í útileguna kostar 9.900 kr. Innifalið í því er matur, dagskrá, gisting og rúta. Útbunaðarlista má finna hér. Mæting upp í skátaheimili kl 19:30 á föstudag, […]
Laugardaginn 29. Apríl verður Sof-Ét Fálkaskata upp í skátaheimili. Gist verður þannig ekki gleyma svefnpoka. Mæting er kl 17:00 og allir koma heim næsta morgun þegar búið er að ganga frá, kostar 2.000 kr. Í boði verður pizza og gos. Það má mæta með nammi og snakk. Endilega mæta með borð- eða tölvuspil eða aðra […]
Í staðinn fyrir útilegu verður farið í Innilegu kl 11 a laugardag 4. Mars. Mæting er í Ægisbúð. Farið verður i leik um Reykjavík sem endar i skátaheimilinu Ægisbúð þar sem gist verður. Heimferð kl 13:00 a sunnudaginn 5. Mars. Verð er 3000 kr, skátinn þarf að koma með sundföt, hlý föt og dagsferðar poka, […]
Hinn hefðbundni jólafundur Ægisbúa verður sunnudaginn 4. des. kl. 10.30-12.00. Þar verður rölt í kringum jólatréð að sið Ægisbúa, hinn fjölþjóðlegi jólasveinn mun líta við, rússíbaninn verður á sínum stað og loks munum við gæða okkur á veitingum í boði hússins. Vegna plássleysis er fögnuðurinn aðeins fyrir Ægisbúa og ekki er ætlast til að skátar […]
Um næstu helgi, sunnudaginn 13. nóvember, ætlum við að fara í dagsferð. Mæting er kl. 10.00 og við gerum ráð fyrir að vera komin aftur í Ægisbúð kl. 13.00. Athugið vel að skátinn sé vel klæddur og komi með smá nesti, t.d. eina samloku, ávöxt og drykk.
Nú um helgina eru fálkaskátasveitirnar Sjóarar og Hafmeyjar á leið í sveitarútilegu.
Enn vantar eitthvað upp á skráningar barnanna í félagið. Til þess að komast með í útileguna er nauðsynlegt að barnið sé skráður félagi! Þetta er vegna þess að foreldri verður að vera búinn að samþykkja með rafrænum hætti eða undirskrift leyfi fyrir þátttöku í starfinu samkvæmt barnaverndarlögum.
Hér að neðan er styttri útgáfan af leiðbeiningum um hvernig maður skráir barn í félagið en svo fylgir með færslunni linkur á síðu með ítarlegri leiðbeiningum.http://www.skatamal.is/wp-content/uploads/2018/03/Skr%C3%A1ningarlei%C3%B0beiningar-feb-18-n%C3%BDtt.pdf
Leiðbeiningar fyrir nóra
Farðu á https://skatar.felog.is/
Haka við „samþykkja skilmála“
Smella á Íslykil skráargat
Skrá sig inn með rafrænu auðkenni eða íslykli
Smella á „skráning í boði“ (fyrir aftan nafn iðkanda)
Velja námskeið – smella á „skráning“
Velja greiðslumáta (greiðsluseðill eða kreditkort)
Haka við „samþykkja skilmála“
Smella á „Áfram“
Skrá greiðslur og að lokum staðfesta
Að lokum vil ég benda nýjum foreldrum á að við erum með lokaðann foreldrahóp hér á facebook sem heitir einfaldlega foreldrar í Ægisbúum.
Skátakveðja
Fundarboð
Aðalfundur Ægisbúa 2018
Boðað er til aðalfundar skátafélagsins Ægisbúa fimmtudaginn 22. febrúar 2017 kl. 20.00 í Ægisbúð.
Dagskrá fundarinns:
Skýrsla stjórnar fyrir síðasta almanaksár kynnt og rædd.
Reikningar félagsins fyrir síðasta almanaksár kynntir og afgreiddir.
Lagabreytingar kynntar, ræddar og afgreiddar.
Kosning félagsforingja.
Kosning í stjórn félagsins.
Kosning eins skoðunarmanns
Önnur mál.
Rétt til setu á aðalfundi hafa :
a) Með atkvæðisrétti : Allir fullgildir lögráða félagar *.
b) Án atkvæðisréttar : Aðrir fullgildir* félagar og fulltrúi stjórnar BÍS.
*Fullgildir félagar eru þeir sem skráðir voru í félagið árin 2017 og 2018, hafa greitt félagsgjöld og þeir sem undanþegnir eru greiðslu félagsgjalda, s.s. stjórnarmenn, sveitarforingjar ofl skv. ákvörðun stjórnar.
Reykjavík, 8. febrúar 2018
f.h. stjórnar
Helga Rós Einarsdóttir,
félagsforingi
February 13
Hæ hó!
Minnum á að starf byrjar aftur á morgun með fundi hjá Hafmeyjum klukkan 17:30.
January 07
Upplýsingar um Dróttskátaviðburðinn um helgina eru komnar inn á foreldrahópinn :)
November 16
Félagsútilega Ægisbúa haustið 2017 í Lækjarbotnum heppnaðist einstaklega vel og átti veðrið stóran þátt í því. Snjór, ævintýri, sverðagerð, vígsla inn í skátana og hike.
Félagsútilega Ægisbúa haustið 2017 í Lækjarbotnum heppnaðist einstaklega vel og átti veðrið stóran þátt í því. Snjór, ævintýri, sverðagerð, vígsla inn í skátana og hike.