Sveitarútilega Hafmeyja og Sjóara 18-20. mars

Helgina 18-20. mars ætla fálkaskátasveitir Ægisbúa í útilegu í skátaskálann Lækjarbotna sem er í eigu skátafélagsins Garðbúa. Skálinn er staðsettur um 14 km. austur af Reykjavík undir hlíðum Selfjalls ofan við Heiðmörk og er í landi Kópavogs í Lækjarbotnalandi.Til þess að halda kostnaði í lágmarki munu foreldra þurfa að keyra og sækja skátana. Mæting er í Lækjarbotna klukkan 19:30 föstudaginn 18. mars og eiga skátarnir að vera búnir að borða kvöldmat. Foreldrar sækja skátana á sunnudeginum 20. mars klukkan 14:00. Skátarnir taka með sér nesti fyrir helgina – 2x morgunmat, 2x hádegimat, 1xkaffi og 1xkvöldmat. Ægisbúar munu skaffa grill og kol vilji skátarnir grilla kvöldmatinn sinn. Skráning í útileguna fer fram inn á www.skati.is og er þátttökugjald 4000 krónur og greiðist inná reikning Ægisbúa fyrir brottför. Skráningu lýkur miðvikudaginn 16. mars. Foringjar útilegunnar eru Auður og Haukur.

Nákvæmur útbúnaðarlisti verður tilkynntur síðar.

Með því að smella á þennan hlekk fæst vegvísun á Lækjarbotnaskála frá Ægisbúð.

static