Foreldrafundur mánudaginn 12. október kl. 20.00

Mánudaginn 12. október kl. 20.00 verður forledrafundur í Ægisbúð. Þar ætlum við að ræða starfið í vetur og komandi félagsútilegu í Ölveri 16.-18. október. Einnig munum við ræða dagsferð Drekaskáta 17. október í félagsútileguna. Eftir kaffihlé verður kynning á Landsmóti skáta sem haldið verður næsta sumar við Úlfljótsvatn. Endilega takið þennan tíma frá.