Fjáraflanir ganga vel

Það hefur verið nóg að gera í að afgreiða vörur til skáta undanfarnar vikur. Skátar eru einstaklegar iðnir við að safna sér fyrir Landsmóti og eru sumir komnir langt með að safna sér fyrir þátttökugjaldinu. Þá er að láta ekki deigan síga heldur safna sér fyrir einhverjum þeim búnaði sem vantar fyrir mótið.

Hér gefur að líta úrval fjáröflunarvara sem í boði eru.