Fálkaskátadagur á sunnudaginn, 1. nóvember

Sunnudaginn 1. nóvember næstkomandi verður Fálkaskátadagurinn 2015 haldinn i Mosfellsbæ og Ægisbúar ætla að sjálfsögðu ekki að láta sig vanta þangað.

Dagskráin hefst klukkan 14:00 og stendur til 17:00. Mæting er tímalega á bílaplan Hlégarðs í Mosfellsbæ klukkan 13:30. Farið verður í skemmtilegan ratleik sem endar á kexi og kakói. Þátttaka er skátunum að kostnaðarlausu og fer skráning fram á www.skatar.is/vidburdarskraning

Við minnum á góða skapið, koma klædd eftir veðri og vera með skátaklút

Hlökkum til að sjá ykkur í Mosfellsbæ.