Drekaskátamót 6.- 7. júní að Úlfljótsvatni

Helgina 6.-7. júní verður hið árlega Drekaskátamót. Mótið verður haldið á Úlfljótsvatni sem fyrr. Mæting kl. 08.45 í Ægisbúð og rútan leggur af stað 15 mínútum síðar kl. 9.00. Gert er ráð fyrir heimkomu um kl. 16.30 á sunnudeginum. Búið er að opna fyrir skráningu hér.

Skráningarfrestur er til 22. maí 2015, mikilvægt er að virða þann skráningarfrest til að allir geti fengið mótseinkenni.

Þátttökugjald er 8.000 kr. Innifalið er dagskrá, ferðir, fararstjórn, einkenni, kvöldmatur á laugardagskvöldinu og kvöldhressing síðar um kvöldið og einnig hádegismatur á sunnudeginum en þá verður slegið upp hamborgaraveislu í tjaldbúð Ægisbúa sem verða í félagsútilegu inn við Fossá J

Skátinn þarf því að taka með sér nesti fyrir hádegið á laugardeginum, síðdegishressingu og morgunmat á sunnudeginum.

Foreldrafundur verður svo haldinn þriðjudagskvöldið 26. maí kl. 20.00

Hér finnur þú útbúnaðarlista.

Foringjar:

Höskuldur Ágústsson, s. 861-4210
Ingibjörg S Sigurðardóttir, s. 696-7543
Katrín Helga Ágústsdóttir, s. 822-7278