Vetrarskátamót um næstu helgi

Athugið að brottför með rútum er frá Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 (við hliðina á Bónus í Árbæ).

Mæting er kl. 19.30 og brottför kl. 20.00 föstudaginn 16. janúar. Áætluð heimkoma frá Úlfljótsvatni er um kl. 16.00 á sunnudag 18. janúar.

Vinsamlegast athugið að greiða þátttökugjald inn á reikning félagsins hið fyrsta. Ekki er hægt að greiða við brottför! (491281-0579 / 0512-26-004912).