Reynslan hefur kennt okkur að það að vera viðbúin getur skipt sköpun þegar t.d. rafmagnsleysi á sér stað. Það er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig og vita hvernig skuli bregðast við þegar slokknar á öllu, net- og símasamband dettur út eða vegir verða ófærir. Að sama skapi minnkar góður undirbúningur álag á viðbragðsaðilum t.d. björgunarsveitum. Fjöldi dæma eru til um fjölskyldur og einstaklinga sem hafa verið án rafmangs eða rennandi vatns í fleiri daga og því skiptir öllu máli að vera með viðlagakassa á vísum stað og heimilisáætlun, og þekkja hana, til staðar – það getur jafnvel bjargað mannslífum.
Hér á myndinni að ofan má sjá það helsta sem á að vera í viðlagakassanum. En ef þú smellir á tengilinn hér að neðan getur þú sótt frekari upplýsingar og prentað út. Í Ægisbúum fá skátar þjálfun í að vera viðbúnir til þriggja daga. Vertu viðbúinn til þriggja daga
Viðlagakassi
Vatn, 4 lítrar á mann á dag í amk þrjá daga. Til drykkjar og þrifa.
Matur, amk þriggja daga birgðir af mat með löngum geymslutíma
Rafhlöðu eða trekkjanlegt útvarp, og auka rafhlöður
Vasaljós og auka rafhlöður
Lukt og aukarafhlöður
Sjúkrakassi
Flauta, til að gefa merki um hjálparbeiðni
Rykgrímur, til að sía burt ryk eða eitraðar loft og plast yfirbreiðsla og duct-tape til þéttingar
Blautþurrkur, salernispappír, ruslapoka og plastbindi til persónulegra nota
Dósaopnara, ef matar kit inniheldur dósamat
Kort af nágrenninu
Farsími með hleðslutæki, rafhlöðu eða sólarsellu
Neyðarteppi
Kerti
Eldspítur í vatnsheldum umbúðum
Prímus og pottasett ef það þarf að elda neyðarmatinn
Multi-tool
Vinnuvettlingar
Ath. sérþarfir fjölskyldumeðlima
Annar búnaður
Þegar nauðsynlegasta búnaði hefur verið komið fyrir í viðlagakassanum að ofan gætir þú hugsanlega viljað bæta við eftirfarandi hlutum:
Nauðsynleg lyf og auka gleraugu
Barnamatur og bleyjur
Gæludýramatur og auka vatn fyrir dýrið
Peningaseðlar og klink
Mikilvæga fjölskyldupappíra, afrit af skilríkjum, bankaupplýsingar og tryggingarskírteini, í vatnsheldum umbúðum
Neyðarupplýsingar, s.s. fyrstuhjálparbók eða upplýsingar af netinu um vá og viðeigandi viðbrögð
Svefnpoka eða hlýtt teppi fyrir hverja persónu
Föt til skiptana, amk jakki/úlpa, síðerma bol, buxur og skó. Hlý föt fyrir íslenskar aðstæður og regn-poncho. Hafa í huga að í vá getur það gerst að það sé engin hitun.
Slökkvitæki
Neyðarblys
Dömubindi/túrtappa og hreinlætisvörur til persónulegra nota
Ferðahandklæði
Mataráhöld, þurrkur
Blöð og blýantar/pennar
Bækur, spil, púsl og önnur afþreying fyrir börn
Aukalyklar
2 handtalstöðvar og aukarafhlöður
Kaðal
Áttavita
Hníf
Skæri
Fötu
Hlífðargleraugu
Lightsticks
Töng
Kúbein
Öxi
Bakpoka
Neyðartjald
Bleikiklór og dropateljari. Þynnt einn á móti níu af vatni til sótthreinsunar. Til að sótthreinsa vatn í neyð þá notað einn á móti sextán af vatni.
Nú um helgina eru fálkaskátasveitirnar Sjóarar og Hafmeyjar á leið í sveitarútilegu.
Enn vantar eitthvað upp á skráningar barnanna í félagið. Til þess að komast með í útileguna er nauðsynlegt að barnið sé skráður félagi! Þetta er vegna þess að foreldri verður að vera búinn að samþykkja með rafrænum hætti eða undirskrift leyfi fyrir þátttöku í starfinu samkvæmt barnaverndarlögum.
Hér að neðan er styttri útgáfan af leiðbeiningum um hvernig maður skráir barn í félagið en svo fylgir með færslunni linkur á síðu með ítarlegri leiðbeiningum.http://www.skatamal.is/wp-content/uploads/2018/03/Skr%C3%A1ningarlei%C3%B0beiningar-feb-18-n%C3%BDtt.pdf
Leiðbeiningar fyrir nóra
Farðu á https://skatar.felog.is/
Haka við „samþykkja skilmála“
Smella á Íslykil skráargat
Skrá sig inn með rafrænu auðkenni eða íslykli
Smella á „skráning í boði“ (fyrir aftan nafn iðkanda)
Velja námskeið – smella á „skráning“
Velja greiðslumáta (greiðsluseðill eða kreditkort)
Haka við „samþykkja skilmála“
Smella á „Áfram“
Skrá greiðslur og að lokum staðfesta
Að lokum vil ég benda nýjum foreldrum á að við erum með lokaðann foreldrahóp hér á facebook sem heitir einfaldlega foreldrar í Ægisbúum.
Skátakveðja
Fundarboð
Aðalfundur Ægisbúa 2018
Boðað er til aðalfundar skátafélagsins Ægisbúa fimmtudaginn 22. febrúar 2017 kl. 20.00 í Ægisbúð.
Dagskrá fundarinns:
Skýrsla stjórnar fyrir síðasta almanaksár kynnt og rædd.
Reikningar félagsins fyrir síðasta almanaksár kynntir og afgreiddir.
Lagabreytingar kynntar, ræddar og afgreiddar.
Kosning félagsforingja.
Kosning í stjórn félagsins.
Kosning eins skoðunarmanns
Önnur mál.
Rétt til setu á aðalfundi hafa :
a) Með atkvæðisrétti : Allir fullgildir lögráða félagar *.
b) Án atkvæðisréttar : Aðrir fullgildir* félagar og fulltrúi stjórnar BÍS.
*Fullgildir félagar eru þeir sem skráðir voru í félagið árin 2017 og 2018, hafa greitt félagsgjöld og þeir sem undanþegnir eru greiðslu félagsgjalda, s.s. stjórnarmenn, sveitarforingjar ofl skv. ákvörðun stjórnar.
Reykjavík, 8. febrúar 2018
f.h. stjórnar
Helga Rós Einarsdóttir,
félagsforingi
February 13
Hæ hó!
Minnum á að starf byrjar aftur á morgun með fundi hjá Hafmeyjum klukkan 17:30.
January 07
Upplýsingar um Dróttskátaviðburðinn um helgina eru komnar inn á foreldrahópinn :)
November 16
Félagsútilega Ægisbúa haustið 2017 í Lækjarbotnum heppnaðist einstaklega vel og átti veðrið stóran þátt í því. Snjór, ævintýri, sverðagerð, vígsla inn í skátana og hike.
Félagsútilega Ægisbúa haustið 2017 í Lækjarbotnum heppnaðist einstaklega vel og átti veðrið stóran þátt í því. Snjór, ævintýri, sverðagerð, vígsla inn í skátana og hike.