POLUW 2015

Þá er komið að hinni árlegu félagsútilegu við Fossá hjá Úlfljótsvatni 5. – 7. júní.

Mæting kl. 19.30 í Ægisbúð og rútan leggur af sstað 15 mínútum síðar 19.45. Gert er ráð fyrir heimkomu kl. 16.30 á sunnudeginum.

Umgjörð POLUW (Pirates Of Lake Ugly Wolf) er mjög einföld og sjá skátarnir sjálfir um matseld í flokkum yfir prímus.
Matseðilinn er eftirfarandi:
Kvöldhressing (tvö kvöld)- kakó, kex og ávextir
Morgunmatur (tveir morgnar) – hafragrautur
Hádegismatur (laugardagur) – súpa og brauð
Kvöldmatur – pylsupasta og brauð
Hádegismatur (sunnudagur) – hamborgarar

Óski skátinn að taka með sér aukabita er það leyfilegt en sælgæti, snakk og gosdrykkir eru ekki heimilir.

Þátttökugjald er kr. 6000 kr. Skráning er hafin hér. og er skráningarfrestur til 26. maí. Þátttökugjald skal greiðast við skráningu og senda kvittun á skati(hjá)skati.is. kt. 491281-0579 R# 0512-26-004912

Útbúnaðarlisti fyrir tjaldútilegu má finna hér.

Við minnum svo sérstaklega á heppileg föt fyrir vatnasafarí (föt sem mega blotna og verða skítug) og handklæði.
Foringi útiegunnar er: Jón Freysteinn Jónsson, s. 866-0850

Ath! Þessi útilega er fyrir Fálkaskáta og eldri. Drekaskátar fara sömu helgi á Drekaskátamót.

Foreldrafundur verður svo haldinn þriðjudagskvöldið 26. maí kl. 20.00