Mánudaginn 12. október kl. 20.00 verður forledrafundur í Ægisbúð. Þar ætlum við að ræða starfið í vetur og komandi félagsútilegu í Ölveri 16.-18. október. Einnig munum við ræða dagsferð Drekaskáta 17. október í félagsútileguna. Eftir kaffihlé verður kynning á Landsmóti skáta sem haldið verður næsta sumar við Úlfljótsvatn. Endilega takið þennan tíma frá.
Vetrarstarfið hjá okkur hefst mánudaginn 7. september. Þá vikuna verða kynningarfundir sveita. Sjá fundartíma hér. Á þessari stundu er óljóst hvort okkur takist að halda úti starfi á Seltjarnarnesi í haust. Ákvörðun mun liggja fyrir í byrjun september. Skráning í vetrarstarfið hefst miðvikudaginn 26. september. Þeir sem hafa skráð sig fyrir þann tíma verða að skrá sig […]
Foreldrafundur verður haldinn vegna Drekaskátamóts 6. – 7. júní n.k. og vegna félagsmóts Fálkaskáta og eldir 5.-7. júní. Báðir þessir viðburðir verða haldnir að Úlfljótsvatni. Foreldrafundurinn hefst kl. 20.00 í Ægisbúð.
Helgina 6.-7. júní verður hið árlega Drekaskátamót. Mótið verður haldið á Úlfljótsvatni sem fyrr. Mæting kl. 08.45 í Ægisbúð og rútan leggur af stað 15 mínútum síðar kl. 9.00. Gert er ráð fyrir heimkomu um kl. 16.30 á sunnudeginum. Búið er að opna fyrir skráningu hér. Skráningarfrestur er til 22. maí 2015, mikilvægt er að […]
Þá er komið að hinni árlegu félagsútilegu við Fossá hjá Úlfljótsvatni 5. – 7. júní. Mæting kl. 19.30 í Ægisbúð og rútan leggur af sstað 15 mínútum síðar 19.45. Gert er ráð fyrir heimkomu kl. 16.30 á sunnudeginum. Umgjörð POLUW (Pirates Of Lake Ugly Wolf) er mjög einföld og sjá skátarnir sjálfir um matseld í […]
Laugardaginn 2. maí ætla Drekaskátarnir í dagsferð í Elliðaárdalinn. Þar sem við ætlum í ratleik. Mæting er uppí skátaheimili kl. 10:30 brottför strætó 11:03 og heimkoma áætluð kl. 16:00. Mikilvægt er að skátinn komi vel klæddur, með nesti og vatn, 2x strætómiða (eða 800kr) og góða skapið. Nánari upplýsingar veita: Höskuldur Á. (s. 861-4210) og Ingibjörg […]
Að vanda munu Ægisbúar leiða skrúðgöngu frá Melaskóla að Frostaskjóli. Gangan leggur af stað stundvíslega kl. 11.00. Við Frostskjól verður slegið upp sannkallaðri sumarhátíð og dagskrá hennar má sjá á meðfylgjandi veggspjaldi.
Nú um helgina eru fálkaskátasveitirnar Sjóarar og Hafmeyjar á leið í sveitarútilegu.
Enn vantar eitthvað upp á skráningar barnanna í félagið. Til þess að komast með í útileguna er nauðsynlegt að barnið sé skráður félagi! Þetta er vegna þess að foreldri verður að vera búinn að samþykkja með rafrænum hætti eða undirskrift leyfi fyrir þátttöku í starfinu samkvæmt barnaverndarlögum.
Hér að neðan er styttri útgáfan af leiðbeiningum um hvernig maður skráir barn í félagið en svo fylgir með færslunni linkur á síðu með ítarlegri leiðbeiningum.http://www.skatamal.is/wp-content/uploads/2018/03/Skr%C3%A1ningarlei%C3%B0beiningar-feb-18-n%C3%BDtt.pdf
Leiðbeiningar fyrir nóra
Farðu á https://skatar.felog.is/
Haka við „samþykkja skilmála“
Smella á Íslykil skráargat
Skrá sig inn með rafrænu auðkenni eða íslykli
Smella á „skráning í boði“ (fyrir aftan nafn iðkanda)
Velja námskeið – smella á „skráning“
Velja greiðslumáta (greiðsluseðill eða kreditkort)
Haka við „samþykkja skilmála“
Smella á „Áfram“
Skrá greiðslur og að lokum staðfesta
Að lokum vil ég benda nýjum foreldrum á að við erum með lokaðann foreldrahóp hér á facebook sem heitir einfaldlega foreldrar í Ægisbúum.
Skátakveðja
Fundarboð
Aðalfundur Ægisbúa 2018
Boðað er til aðalfundar skátafélagsins Ægisbúa fimmtudaginn 22. febrúar 2017 kl. 20.00 í Ægisbúð.
Dagskrá fundarinns:
Skýrsla stjórnar fyrir síðasta almanaksár kynnt og rædd.
Reikningar félagsins fyrir síðasta almanaksár kynntir og afgreiddir.
Lagabreytingar kynntar, ræddar og afgreiddar.
Kosning félagsforingja.
Kosning í stjórn félagsins.
Kosning eins skoðunarmanns
Önnur mál.
Rétt til setu á aðalfundi hafa :
a) Með atkvæðisrétti : Allir fullgildir lögráða félagar *.
b) Án atkvæðisréttar : Aðrir fullgildir* félagar og fulltrúi stjórnar BÍS.
*Fullgildir félagar eru þeir sem skráðir voru í félagið árin 2017 og 2018, hafa greitt félagsgjöld og þeir sem undanþegnir eru greiðslu félagsgjalda, s.s. stjórnarmenn, sveitarforingjar ofl skv. ákvörðun stjórnar.
Reykjavík, 8. febrúar 2018
f.h. stjórnar
Helga Rós Einarsdóttir,
félagsforingi
February 13
Hæ hó!
Minnum á að starf byrjar aftur á morgun með fundi hjá Hafmeyjum klukkan 17:30.
January 07
Upplýsingar um Dróttskátaviðburðinn um helgina eru komnar inn á foreldrahópinn :)
November 16
Félagsútilega Ægisbúa haustið 2017 í Lækjarbotnum heppnaðist einstaklega vel og átti veðrið stóran þátt í því. Snjór, ævintýri, sverðagerð, vígsla inn í skátana og hike.
Félagsútilega Ægisbúa haustið 2017 í Lækjarbotnum heppnaðist einstaklega vel og átti veðrið stóran þátt í því. Snjór, ævintýri, sverðagerð, vígsla inn í skátana og hike.