Félagið heitir Skátafélagið Ægisbúar. Heimili þess er í Reykjavík og starfssvæði er Reykjavík og Seltjarnarnes.
2. grein
Félagið er aðili að Bandalagi Íslenskra Skáta og starfar eftir lögum .þess.
3. grein
Aðalfundur félagsins skal haldinn að jafnaði í febrúarmánuði ár hvert og skal til hans boðað með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara. Ef meirihluti stjórnar óskar þess er hægt að boða til auka aðalfundar. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað.
Rétt til setu á aðalfundi hafa :
a) Með atkvæðisrétti : Allir fullgildir lögráða félagar .
b) Án atkvæðisréttar : Aðrir fullgildir félagar og fulltrúi stjórnar BÍS.
4. grein
Dagskrá aðalfundar skal vera :
1) Skýrsla stjórnar.
2) Lagðir skulu fram reikningar félagsins.
3) Lagabreytingar.
4) Kosning félagsforingja.
5) Kosning í stjórn félagsins.
6) Kosning tveggja skoðunarmanna.
7) Önnur mál.
5. grein
Stjórn félagsins skal skipuð 3 – 7 lögráða skátum, að auki skal félagsforingi hafa náð 25 ára aldri. Í stjórn sitja a.m.k félagsforingi, ritari og gjaldkeri. Stjórn félagsins heldur fundi þegar þurfa þykir. Skoðunarmenn reikninga kosnir á aðalfundi.
6. grein
Kosning stjórnar og félagsforingja skal vera leynileg og skal stjórn kosin til eins árs í senn.
7. grein
Til að binda félagið þarf samþykki meirihluta stjórnar.
8. grein
Hætti stjórnarmaður áður en kjörtímabili hans líkur, skal foringjaráð félagsins skipa annan í hans stað til bráðabirgða.
9. grein
Allir foringjar og embættismenn félagsins skulu hafa skipunarbréf. Hætti foringi eða embættismaður störfum, skal hann skila öllum gögnum ásamt skipunarbréfi sínu til viðkomandi foringja eða félagsstjórnar.
10. grein
Í félaginu starfar foringjaráð , sem í eiga sæti félagsstjórn og sveitarforingjar félagsins. Foringjaráð heldur fundi minnst einu sinni í mánuði, nema sumarmánuðina. Félagsforingi stjórnar fundum foringjaráðs, en aðstoðarfélagsforingi í forföllum hans.
11. grein
Reikningsár félagsins er almannaksárið. Hætti félagið störfum renna eignir þess til Bandalags íslenskra skáta.
12. grein
Lögum þessum verður því aðeins breytt að 2/3 hlutar greiddra atkvæða á aðalfundi samþykki þá breytingu. Tillögur um lagabreytingar skulu berast til stjórnar félagsins einum mánuði fyrir áætlaðan fundartíma og skulu birtar með fundarboði.
Lög þessi, sem sett voru 1989 og breytt á aðalfundi 7. ágúst 1997, 20. mars 2003 og 11. mars 2009, öðlast þegar gildi.
Nú um helgina eru fálkaskátasveitirnar Sjóarar og Hafmeyjar á leið í sveitarútilegu.
Enn vantar eitthvað upp á skráningar barnanna í félagið. Til þess að komast með í útileguna er nauðsynlegt að barnið sé skráður félagi! Þetta er vegna þess að foreldri verður að vera búinn að samþykkja með rafrænum hætti eða undirskrift leyfi fyrir þátttöku í starfinu samkvæmt barnaverndarlögum.
Hér að neðan er styttri útgáfan af leiðbeiningum um hvernig maður skráir barn í félagið en svo fylgir með færslunni linkur á síðu með ítarlegri leiðbeiningum.http://www.skatamal.is/wp-content/uploads/2018/03/Skr%C3%A1ningarlei%C3%B0beiningar-feb-18-n%C3%BDtt.pdf
Leiðbeiningar fyrir nóra
Farðu á https://skatar.felog.is/
Haka við „samþykkja skilmála“
Smella á Íslykil skráargat
Skrá sig inn með rafrænu auðkenni eða íslykli
Smella á „skráning í boði“ (fyrir aftan nafn iðkanda)
Velja námskeið – smella á „skráning“
Velja greiðslumáta (greiðsluseðill eða kreditkort)
Haka við „samþykkja skilmála“
Smella á „Áfram“
Skrá greiðslur og að lokum staðfesta
Að lokum vil ég benda nýjum foreldrum á að við erum með lokaðann foreldrahóp hér á facebook sem heitir einfaldlega foreldrar í Ægisbúum.
Skátakveðja
Fundarboð
Aðalfundur Ægisbúa 2018
Boðað er til aðalfundar skátafélagsins Ægisbúa fimmtudaginn 22. febrúar 2017 kl. 20.00 í Ægisbúð.
Dagskrá fundarinns:
Skýrsla stjórnar fyrir síðasta almanaksár kynnt og rædd.
Reikningar félagsins fyrir síðasta almanaksár kynntir og afgreiddir.
Lagabreytingar kynntar, ræddar og afgreiddar.
Kosning félagsforingja.
Kosning í stjórn félagsins.
Kosning eins skoðunarmanns
Önnur mál.
Rétt til setu á aðalfundi hafa :
a) Með atkvæðisrétti : Allir fullgildir lögráða félagar *.
b) Án atkvæðisréttar : Aðrir fullgildir* félagar og fulltrúi stjórnar BÍS.
*Fullgildir félagar eru þeir sem skráðir voru í félagið árin 2017 og 2018, hafa greitt félagsgjöld og þeir sem undanþegnir eru greiðslu félagsgjalda, s.s. stjórnarmenn, sveitarforingjar ofl skv. ákvörðun stjórnar.
Reykjavík, 8. febrúar 2018
f.h. stjórnar
Helga Rós Einarsdóttir,
félagsforingi
February 13
Hæ hó!
Minnum á að starf byrjar aftur á morgun með fundi hjá Hafmeyjum klukkan 17:30.
January 07
Upplýsingar um Dróttskátaviðburðinn um helgina eru komnar inn á foreldrahópinn :)
November 16
Félagsútilega Ægisbúa haustið 2017 í Lækjarbotnum heppnaðist einstaklega vel og átti veðrið stóran þátt í því. Snjór, ævintýri, sverðagerð, vígsla inn í skátana og hike.
Félagsútilega Ægisbúa haustið 2017 í Lækjarbotnum heppnaðist einstaklega vel og átti veðrið stóran þátt í því. Snjór, ævintýri, sverðagerð, vígsla inn í skátana og hike.