Skátastarfið byggir á þeim gildum sem felast í skátalögum og skátaheiti. Skátar fara í útilegur og ferðalög, þeir syngja og sprella, spila tónlist og klífa fjöll, leika leikrit og sigla á kajökum, smíða, mála, klippa, tálga, dansa og byggja snjóhús – viðfangsefnin eru jafn fjölbreytt og hugurinn girnist.
Það eru nefnilega þátttakendurnir sjálfir, í sínum litlu hópum, sem ákveða hvað þeir vilja fást við.
Viðfangsefnin geta auðvitað ráðist af tíðaranda, aðstæðum og umhverfi, en fyrst og fremst ráðast þau af því sem vinahópurinn hefur áhuga á að gera þegar hann velur sér verkefni að kljást við.
Markmið skátastarfs er að þroska börn og ungt fólk til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu. Með skátastarfinu viljum við stuðla að því að skátar:
· Sýni sjálfum sér, öðrum og umhverfinu virðingu.
· Taki tillit til skoðana og tilfinninga annarra.
· Séu skapandi og sjálfstæðir í hugsun, orði og verki.
· Geri ávallt sitt besta og hræðist ekki að gera mistök.
· Lifi heilbrigðu lífi og séu traustir félagar og vinir.
· Einnig viljum við að skátastarfið stuðli að því að skátar fylgi alltaf trú sinni og sannfæringu, en geti einnig tekið gagnrýni. Berjist gegn ranglæti og órétti, rétti öðrum hjálparhönd og leggi sitt af mörkum til betra samfélags.
Þeir séu viljugir til að axla ábyrgð og ljúki þeim verkefnum sem þeir taka að sér, lifi lífinu af gleði og ánægju, hafi hugrekki til þess að láta drauma sína rætast og nýta þau tækifæri sem skapast.
Það er líka mikilvægt að skátar skilji og njóti eigin menningar og annarra og stuðli að friði, jafnrétti og bræðralagi manna á meðal.
Nú um helgina eru fálkaskátasveitirnar Sjóarar og Hafmeyjar á leið í sveitarútilegu.
Enn vantar eitthvað upp á skráningar barnanna í félagið. Til þess að komast með í útileguna er nauðsynlegt að barnið sé skráður félagi! Þetta er vegna þess að foreldri verður að vera búinn að samþykkja með rafrænum hætti eða undirskrift leyfi fyrir þátttöku í starfinu samkvæmt barnaverndarlögum.
Hér að neðan er styttri útgáfan af leiðbeiningum um hvernig maður skráir barn í félagið en svo fylgir með færslunni linkur á síðu með ítarlegri leiðbeiningum.http://www.skatamal.is/wp-content/uploads/2018/03/Skr%C3%A1ningarlei%C3%B0beiningar-feb-18-n%C3%BDtt.pdf
Leiðbeiningar fyrir nóra
Farðu á https://skatar.felog.is/
Haka við „samþykkja skilmála“
Smella á Íslykil skráargat
Skrá sig inn með rafrænu auðkenni eða íslykli
Smella á „skráning í boði“ (fyrir aftan nafn iðkanda)
Velja námskeið – smella á „skráning“
Velja greiðslumáta (greiðsluseðill eða kreditkort)
Haka við „samþykkja skilmála“
Smella á „Áfram“
Skrá greiðslur og að lokum staðfesta
Að lokum vil ég benda nýjum foreldrum á að við erum með lokaðann foreldrahóp hér á facebook sem heitir einfaldlega foreldrar í Ægisbúum.
Skátakveðja
Fundarboð
Aðalfundur Ægisbúa 2018
Boðað er til aðalfundar skátafélagsins Ægisbúa fimmtudaginn 22. febrúar 2017 kl. 20.00 í Ægisbúð.
Dagskrá fundarinns:
Skýrsla stjórnar fyrir síðasta almanaksár kynnt og rædd.
Reikningar félagsins fyrir síðasta almanaksár kynntir og afgreiddir.
Lagabreytingar kynntar, ræddar og afgreiddar.
Kosning félagsforingja.
Kosning í stjórn félagsins.
Kosning eins skoðunarmanns
Önnur mál.
Rétt til setu á aðalfundi hafa :
a) Með atkvæðisrétti : Allir fullgildir lögráða félagar *.
b) Án atkvæðisréttar : Aðrir fullgildir* félagar og fulltrúi stjórnar BÍS.
*Fullgildir félagar eru þeir sem skráðir voru í félagið árin 2017 og 2018, hafa greitt félagsgjöld og þeir sem undanþegnir eru greiðslu félagsgjalda, s.s. stjórnarmenn, sveitarforingjar ofl skv. ákvörðun stjórnar.
Reykjavík, 8. febrúar 2018
f.h. stjórnar
Helga Rós Einarsdóttir,
félagsforingi
February 13
Hæ hó!
Minnum á að starf byrjar aftur á morgun með fundi hjá Hafmeyjum klukkan 17:30.
January 07
Upplýsingar um Dróttskátaviðburðinn um helgina eru komnar inn á foreldrahópinn :)
November 16
Félagsútilega Ægisbúa haustið 2017 í Lækjarbotnum heppnaðist einstaklega vel og átti veðrið stóran þátt í því. Snjór, ævintýri, sverðagerð, vígsla inn í skátana og hike.
Félagsútilega Ægisbúa haustið 2017 í Lækjarbotnum heppnaðist einstaklega vel og átti veðrið stóran þátt í því. Snjór, ævintýri, sverðagerð, vígsla inn í skátana og hike.