– byggð á leiðbeiningum Almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra
Náttúruhamfarir verða yfirleitt án nokkurrar viðvörunar. Til að bregðast sem best við þeim skaða sem náttúruhamfarir geta orsakað þurfa allir fyrirfram að undirbúa viðbrögð sín vegna þeirra. Í hamförum hefur reynslan sýnt að eitt það fyrsta sem fólk hefur áhyggjur af er öryggi þeirra nánustu. Því er mikilvægt að á hverju heimili sé til heimilisáætlun.
Heimilisáætlun felst í fjórum megin skrefum:
Hættumat. Skoðað hvað gæti gerst.
Gert ráðstafanir til að minnka líkur á slysum og tjóni í kjölfar hættuástands.
Viðbragðsáætlun. Farið yfir hvernig heimilisfólk ætlar að bregðast við.
Æfingar-upprifjun-endurskoðun. Æft þau viðbrögð sem viðbragðsáætlun felur í sér.
Hafið alla á heimilinu með í gerð heimilisáætlunarinnar
Munið eftir að hafa börnin með, öryggis þeirra vegna
Munið eftir ömmu, afa og allri stórfjölskyldunni
Hættumat
Það sem felst í því að gera hættumat er að kynna sér hvaða náttúruhamfarir geta orðið á því svæði sem búið er á. Er heimilið sé á svæði þar sem:
Eldgos getur orðið?
Jarðskjálfti getur orðið?
Snjóflóð getur orðið?
Fárviðri getur orðið?
Aurskriður geta orðið?
Eldingar geta orðið? og svo framvegis
Forvarnir.
Það sem felst í því að sinna forvörnum er að gera ráðstafanir til að minnka líkur á slysum á fólki eða tjóni á húseignum og innbúi við náttúruhamfarir. Til dæmis, ef búsetan er á jarðskjálftasvæði þá þarf að huga að forvörnum fyrir jarðskjálfta.
Koma sér upp nauðsynlegum öryggisbúnað
Læra á öryggisbúnað heimilisins. Öryggisbúnaður heimilisins á að samanstanda af:
Slökkvitæki
Reykskynjarar
Brunastigi/kaðall til undankomu úr efri hæðum húsa
Rifja upp eða taka námskeið í skyndihjálp. Nám í skyndihjálp getur bjargað mannslífum.
Ákveða tengilið (t.d. vin eða ættingja) utan þess svæðis sem búið er á, sem gefnar eru upplýsingar um afdrif heimilisfólks ef það verður viðskila við hættuástand. Slíkt fyrirkomulag bæði léttir á heimilisfólkinu, vinnu við að láta vita af sér og léttir einnig á símaálaginu inni á hættusvæðinu.
Skrá hjá sér nauðsynleg símanúmer:
Símanúmer allra dvalarstaða heimilisfólks s.s. í leikskóla, vinnustað, skóla o.s.frv.
Símanúmer tengiliðs.
Nánustu ættingja.
Nauðsynlegir þjónustuaðilar.
2. Forvarnir – Rýmingaráætlun.
Skoða útgönguleiðir hússins og gera rýmingaráætlun.
Kynna sér upplýsingar um rýmingu.
Ákveða söfnunarstað utan heimilis ef til skyndirýmingar kemur t.d. eldsvoða eða jarðskjálfta o.þ.h. þar sem allir safnast saman svo hægt sé að tryggja að allir séu hólpnir.
Kynna sér hvar næsta fjöldahjálparstöð er.
Viðbragðsáætlun.
Það sem felst í því að gera viðbragðsáætlun er að ákveða hvernig heimilisfólk ætlar að bregðast við hættuástandi.
Ákveða hvernig á að nálgast börnin séu þau í leikskóla, skóla o.þ.h.
Kynna sér viðbrögð við vá í samhengi við hugsanlegar hættur
Bið getur orðið að hjálp berist og einnig getur fólk þurft aðstoð við að kalla á hjálp. Því er mikilvægt að allir kanni aðstæður nágranna sinna í kjölfar áfalla því mest getur munað um hjálpina sem er næst þegar áfallið dynur yfir.
Æfingar-upprifjun-endurskoðun.
Nauðsynlegt er að æfa og rifja upp viðbrögð við vá til að gera þau eins eðlileg og fumlaus og hægt er
Æfið viðbrögð við hugsanlegri vá og rýmingu húsnæðis einu sinni á ári
Rifjið upp heimilisáætlun.
Til dæmis, hver og hvernig á að nálgast börnin ef þau eru ekki hjá foreldrum/forráðamönnum við hættuástand
Kannið ástand á öryggisbúnaði og viðlagakassa að minnsta kosti einu sinni á ári
Yfirfarið lista og mikilvæg símanúmer að minnsta kosti einu sinni á ári.
Þegar gerð heimilisáætlunar er lokið þá hefur heimilisfólkið farið í gegnum þessi fjögur skref:
Hættumat. Skoðað hvað gæti gerst.
Gert ráðstafanir til að minnka líkur á slysum og tjóni í kjölfar hættuástands.
Viðbragðsáætlun. Farið yfir hvernig heimilisfólk ætlar að bregðast við.
Æfingar-upprifjun-endurskoðun. Æft þau viðbrögð sem viðbragðsáætlun felur í sér.
Nú um helgina eru fálkaskátasveitirnar Sjóarar og Hafmeyjar á leið í sveitarútilegu.
Enn vantar eitthvað upp á skráningar barnanna í félagið. Til þess að komast með í útileguna er nauðsynlegt að barnið sé skráður félagi! Þetta er vegna þess að foreldri verður að vera búinn að samþykkja með rafrænum hætti eða undirskrift leyfi fyrir þátttöku í starfinu samkvæmt barnaverndarlögum.
Hér að neðan er styttri útgáfan af leiðbeiningum um hvernig maður skráir barn í félagið en svo fylgir með færslunni linkur á síðu með ítarlegri leiðbeiningum.http://www.skatamal.is/wp-content/uploads/2018/03/Skr%C3%A1ningarlei%C3%B0beiningar-feb-18-n%C3%BDtt.pdf
Leiðbeiningar fyrir nóra
Farðu á https://skatar.felog.is/
Haka við „samþykkja skilmála“
Smella á Íslykil skráargat
Skrá sig inn með rafrænu auðkenni eða íslykli
Smella á „skráning í boði“ (fyrir aftan nafn iðkanda)
Velja námskeið – smella á „skráning“
Velja greiðslumáta (greiðsluseðill eða kreditkort)
Haka við „samþykkja skilmála“
Smella á „Áfram“
Skrá greiðslur og að lokum staðfesta
Að lokum vil ég benda nýjum foreldrum á að við erum með lokaðann foreldrahóp hér á facebook sem heitir einfaldlega foreldrar í Ægisbúum.
Skátakveðja
Fundarboð
Aðalfundur Ægisbúa 2018
Boðað er til aðalfundar skátafélagsins Ægisbúa fimmtudaginn 22. febrúar 2017 kl. 20.00 í Ægisbúð.
Dagskrá fundarinns:
Skýrsla stjórnar fyrir síðasta almanaksár kynnt og rædd.
Reikningar félagsins fyrir síðasta almanaksár kynntir og afgreiddir.
Lagabreytingar kynntar, ræddar og afgreiddar.
Kosning félagsforingja.
Kosning í stjórn félagsins.
Kosning eins skoðunarmanns
Önnur mál.
Rétt til setu á aðalfundi hafa :
a) Með atkvæðisrétti : Allir fullgildir lögráða félagar *.
b) Án atkvæðisréttar : Aðrir fullgildir* félagar og fulltrúi stjórnar BÍS.
*Fullgildir félagar eru þeir sem skráðir voru í félagið árin 2017 og 2018, hafa greitt félagsgjöld og þeir sem undanþegnir eru greiðslu félagsgjalda, s.s. stjórnarmenn, sveitarforingjar ofl skv. ákvörðun stjórnar.
Reykjavík, 8. febrúar 2018
f.h. stjórnar
Helga Rós Einarsdóttir,
félagsforingi
February 13
Hæ hó!
Minnum á að starf byrjar aftur á morgun með fundi hjá Hafmeyjum klukkan 17:30.
January 07
Upplýsingar um Dróttskátaviðburðinn um helgina eru komnar inn á foreldrahópinn :)
November 16
Félagsútilega Ægisbúa haustið 2017 í Lækjarbotnum heppnaðist einstaklega vel og átti veðrið stóran þátt í því. Snjór, ævintýri, sverðagerð, vígsla inn í skátana og hike.
Félagsútilega Ægisbúa haustið 2017 í Lækjarbotnum heppnaðist einstaklega vel og átti veðrið stóran þátt í því. Snjór, ævintýri, sverðagerð, vígsla inn í skátana og hike.