Ægisbúar hafa ætíð sett metnað sinn í að vera með hæfa og vel þjálfaða foringja. Teljum við það lykilin að velgegni og er það stefna félagsins að sveitarforingjar hafi lokið Gillwell-þjálfun eða séu í slíkri þjálfun.
Allir foringjar félagsins hafa sótt námskeiðið Verndum þau. Þá fer fram markviss fræðsla innan félagsins varðandi forvarnir í breiðustu merkingu þess orðs.
Félagið vinnur að innleiðingu nýrrar skátadagskrár og hefur sett sér það markmið að hún verði að fullu komin til framkvæmda í upphafi starfsárs 2015. Foringjar félagsins hafa sótt innleiðingarnámskeið BÍS og eru fleiri námskeið á döfinni í samstarfi við BÍS.
Allir foringjar félagsins hafa sótt námskeið í Fyrstu hjálp.
Fjórir foringjar félagsins hafa lokið námskeiðunum Ferðamennska og Rötun hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu. Er markvisst staðið að þjálfun yngri foringja undir leiðsögn þessarra foringa.
Félagið heldur reglulega leikjanámskeið fyrir foringja og hafa þau verið í umsjón foringja sem sótt hafa námskeið Project Adventure í Beverly, MA, USA. Þá hafa foringjar félagsins sótt slík leikjanámskeið hjá BÍS.
Á árinu verður farið í átak í umhverfisvitund foringja og munu foringjar félagsins sækja námskeið sem er í undirbúningi og þróun í þeim efnum.
Árlega hafa verið haldin námskeið á vegum félagsins í útivist og útilífi. Svo sem ferðast um hálendi á hjólum, lengri tjaldleiðangrar, fuglaskoðun og í sumar er áformað að halda kajak-námskeið.
Nú um helgina eru fálkaskátasveitirnar Sjóarar og Hafmeyjar á leið í sveitarútilegu.
Enn vantar eitthvað upp á skráningar barnanna í félagið. Til þess að komast með í útileguna er nauðsynlegt að barnið sé skráður félagi! Þetta er vegna þess að foreldri verður að vera búinn að samþykkja með rafrænum hætti eða undirskrift leyfi fyrir þátttöku í starfinu samkvæmt barnaverndarlögum.
Hér að neðan er styttri útgáfan af leiðbeiningum um hvernig maður skráir barn í félagið en svo fylgir með færslunni linkur á síðu með ítarlegri leiðbeiningum.http://www.skatamal.is/wp-content/uploads/2018/03/Skr%C3%A1ningarlei%C3%B0beiningar-feb-18-n%C3%BDtt.pdf
Leiðbeiningar fyrir nóra
Farðu á https://skatar.felog.is/
Haka við „samþykkja skilmála“
Smella á Íslykil skráargat
Skrá sig inn með rafrænu auðkenni eða íslykli
Smella á „skráning í boði“ (fyrir aftan nafn iðkanda)
Velja námskeið – smella á „skráning“
Velja greiðslumáta (greiðsluseðill eða kreditkort)
Haka við „samþykkja skilmála“
Smella á „Áfram“
Skrá greiðslur og að lokum staðfesta
Að lokum vil ég benda nýjum foreldrum á að við erum með lokaðann foreldrahóp hér á facebook sem heitir einfaldlega foreldrar í Ægisbúum.
Skátakveðja
Fundarboð
Aðalfundur Ægisbúa 2018
Boðað er til aðalfundar skátafélagsins Ægisbúa fimmtudaginn 22. febrúar 2017 kl. 20.00 í Ægisbúð.
Dagskrá fundarinns:
Skýrsla stjórnar fyrir síðasta almanaksár kynnt og rædd.
Reikningar félagsins fyrir síðasta almanaksár kynntir og afgreiddir.
Lagabreytingar kynntar, ræddar og afgreiddar.
Kosning félagsforingja.
Kosning í stjórn félagsins.
Kosning eins skoðunarmanns
Önnur mál.
Rétt til setu á aðalfundi hafa :
a) Með atkvæðisrétti : Allir fullgildir lögráða félagar *.
b) Án atkvæðisréttar : Aðrir fullgildir* félagar og fulltrúi stjórnar BÍS.
*Fullgildir félagar eru þeir sem skráðir voru í félagið árin 2017 og 2018, hafa greitt félagsgjöld og þeir sem undanþegnir eru greiðslu félagsgjalda, s.s. stjórnarmenn, sveitarforingjar ofl skv. ákvörðun stjórnar.
Reykjavík, 8. febrúar 2018
f.h. stjórnar
Helga Rós Einarsdóttir,
félagsforingi
February 13
Hæ hó!
Minnum á að starf byrjar aftur á morgun með fundi hjá Hafmeyjum klukkan 17:30.
January 07
Upplýsingar um Dróttskátaviðburðinn um helgina eru komnar inn á foreldrahópinn :)
November 16
Félagsútilega Ægisbúa haustið 2017 í Lækjarbotnum heppnaðist einstaklega vel og átti veðrið stóran þátt í því. Snjór, ævintýri, sverðagerð, vígsla inn í skátana og hike.
Félagsútilega Ægisbúa haustið 2017 í Lækjarbotnum heppnaðist einstaklega vel og átti veðrið stóran þátt í því. Snjór, ævintýri, sverðagerð, vígsla inn í skátana og hike.