Skátahreyfingin gegnir mikilvægu hlutverki í vímuvörnum. Rannsóknir á högum barna og ungmenna sýna að þeim ungmennum sem eru virk í skátastarfi, reiðir betur af og neyta síður vímuefna. Ægisbúar vilja efla enn frekar vímuvarnagildi skátastarfs með því að taka skýra afstöðu gegn neyslu vímefna í tengslum við skátun. Í þessarri stefnuyfirlýsingu er talað um fíkni- og vímuefnaneyslu og er þá átt við neyslu tóbaks, áfenegis og allra ólölegra vímuefna.
2. Neysla tóbaks og vímuefna
Ægisbúar eru andvígir allri neyslu fíkni- og vímuefna skáta og annarra er koma starfi með börnum á vegum skátafélagsins. Öll neysla fíkni- og vímuefna er bönnuð í skátaheimili, skátaskála, í útilegum og ferðum á vegum félagsins og á skátamótum.
3. Viðbrögð félagsins við neyslu skáta
Ægisbúar munu bregðast sérstaklega við allri neyslu skáta undir 18 ára aldri. Foreldrar verða undantekningarlaust upplýstir um slíka neyslu.
Varðandi viðbrögð við fíkni-og vímefnaneyslu þeirra sem eru sjálfráða, munu Ægisbúar bregðast við neyslu sem er brot á reglum félagsins ( sbr. Lið 2 ) og neyslu sem hefur áhrif á ástundun, frammistöðu og ímynd skátafélagsins.
Viðbrögð Ægisbúa við brotum á reglum þessum verða í formi tilmæla og ábendinga. Viðbrögð félagsins munu samt sem áður ávallt mótast af vilja til að aðstoða skátann við að laga sig að reglunum og að hann haldi áfram að starfa innan félagsins.
4. Hlutverk foringja
Foringjar skulu starfa eftir fíkni-og vímuvarnastefnu skátafélagsins Ægisbúa, þar með talið að bregðast við fíkni- og vímuefnaneyslu á viðeigandi hátt.
Ægisbúar munu sjá foringjum fyrir fræðsluefni um áhrif fíkni-og vímuefnaneyslu á ástundun og frammistöðu í skátastarfi sem og á einkalíf skátans.
Foringjar skulu framfylgja stefnu skátafélagsins Ægisbúa varðandi samstarf við foreldra og aðra aðila sem sinna málefnum barna og unglinga.
5. Samstarf við foreldra
Ægisbúar munu upplýsa foreldra um stefnu skátafélagsins í fíkni-og vímuvörnum.
Ægisbúar munu standa að góðu samstarfi við foreldra skáta með fræðslu um neikvæð áhrif fíkni-og vímuefna.
Ægisbúar munu starfa náið með fagfólki í fíkni-og vímuvörnum og hafa samráð við foreldra, þurfi að taka á neysluvandamáli skáta undir sjálfræðisaldri.
6. Samstarf við aðra aðila sem sinna málefnum barna og unglinga.
Ægisbúar munu hafa náið samstarf við þá aðila sem sinna tómstundastarfi barna og unglinga.
Ægisbúar muna hafa náið samstarf við fagaðila sem sinna börnum og unglingum, fá frá þeim fræðsluefni og hafa samráð um einstaklinga í áhættuhópi.
Nú um helgina eru fálkaskátasveitirnar Sjóarar og Hafmeyjar á leið í sveitarútilegu.
Enn vantar eitthvað upp á skráningar barnanna í félagið. Til þess að komast með í útileguna er nauðsynlegt að barnið sé skráður félagi! Þetta er vegna þess að foreldri verður að vera búinn að samþykkja með rafrænum hætti eða undirskrift leyfi fyrir þátttöku í starfinu samkvæmt barnaverndarlögum.
Hér að neðan er styttri útgáfan af leiðbeiningum um hvernig maður skráir barn í félagið en svo fylgir með færslunni linkur á síðu með ítarlegri leiðbeiningum.http://www.skatamal.is/wp-content/uploads/2018/03/Skr%C3%A1ningarlei%C3%B0beiningar-feb-18-n%C3%BDtt.pdf
Leiðbeiningar fyrir nóra
Farðu á https://skatar.felog.is/
Haka við „samþykkja skilmála“
Smella á Íslykil skráargat
Skrá sig inn með rafrænu auðkenni eða íslykli
Smella á „skráning í boði“ (fyrir aftan nafn iðkanda)
Velja námskeið – smella á „skráning“
Velja greiðslumáta (greiðsluseðill eða kreditkort)
Haka við „samþykkja skilmála“
Smella á „Áfram“
Skrá greiðslur og að lokum staðfesta
Að lokum vil ég benda nýjum foreldrum á að við erum með lokaðann foreldrahóp hér á facebook sem heitir einfaldlega foreldrar í Ægisbúum.
Skátakveðja
Fundarboð
Aðalfundur Ægisbúa 2018
Boðað er til aðalfundar skátafélagsins Ægisbúa fimmtudaginn 22. febrúar 2017 kl. 20.00 í Ægisbúð.
Dagskrá fundarinns:
Skýrsla stjórnar fyrir síðasta almanaksár kynnt og rædd.
Reikningar félagsins fyrir síðasta almanaksár kynntir og afgreiddir.
Lagabreytingar kynntar, ræddar og afgreiddar.
Kosning félagsforingja.
Kosning í stjórn félagsins.
Kosning eins skoðunarmanns
Önnur mál.
Rétt til setu á aðalfundi hafa :
a) Með atkvæðisrétti : Allir fullgildir lögráða félagar *.
b) Án atkvæðisréttar : Aðrir fullgildir* félagar og fulltrúi stjórnar BÍS.
*Fullgildir félagar eru þeir sem skráðir voru í félagið árin 2017 og 2018, hafa greitt félagsgjöld og þeir sem undanþegnir eru greiðslu félagsgjalda, s.s. stjórnarmenn, sveitarforingjar ofl skv. ákvörðun stjórnar.
Reykjavík, 8. febrúar 2018
f.h. stjórnar
Helga Rós Einarsdóttir,
félagsforingi
February 13
Hæ hó!
Minnum á að starf byrjar aftur á morgun með fundi hjá Hafmeyjum klukkan 17:30.
January 07
Upplýsingar um Dróttskátaviðburðinn um helgina eru komnar inn á foreldrahópinn :)
November 16
Félagsútilega Ægisbúa haustið 2017 í Lækjarbotnum heppnaðist einstaklega vel og átti veðrið stóran þátt í því. Snjór, ævintýri, sverðagerð, vígsla inn í skátana og hike.
Félagsútilega Ægisbúa haustið 2017 í Lækjarbotnum heppnaðist einstaklega vel og átti veðrið stóran þátt í því. Snjór, ævintýri, sverðagerð, vígsla inn í skátana og hike.