Fjáröflun Ægisbúa

Okkur í Ægisbúum bauðst að vera með fjáröflun með vörum frá Kaffitár sem við vijum endilega að skátarnir okkar nýti sér. Nú fer að koma að tjaldútilegunni okkar sem verður haldin helgina 2-4.júní á Úlfljótsvatni og væri þetta sniðug leið til að láta skátana safna sér fyrir útilegunni. Þeir sem eru mjög duglegir að selja gætu jafnvel átt afgang sem þau gætu nýtt sér í að kaupa útivistardót fyrir útileguna, t.d. svefnpoka, dýnu, hlý föt eða annað sem vantar upp á útbúnað.

Hér og hér er hægt að sækja skjöl með öllum upplýsingum.