Drekaskátamót helgina 4.-5. júní á Úlfljótsvatni

Nú styttist í hið árlega Drekaskátamót, sem verður haldið helgina 4.-5. júní á Úlfljótsvatni. Þar koma saman drekaskátar frá öllu landinu og skemmta sér saman.

Mótsgjaldið er 5.500 kr og í því er innifalið gisting, kvöldmatur á laugardagskvöldi, kvöldkaffi á laugardagskvöldi, mótseinkenni, öll dagskrá. Skátarnir þurfa sjálfir að koma með nesti fyrir aðrar máltíðir, nánari upplýsingar veittar  þegar nær dregur.

Ekki er innifalið í verðinu flutningur fram og til baka á Úlfljótsvatn. Staðan verður tekin eftir að skráningu lýkur m.t.t til þess hvort að pöntuð verður rúta eða hvort að foreldrar keyri og sæki skátana.

Skátarnir verða að taka með sér allan mat, nema kvöldmat og kvöldkaffi á laugardagskvöldi.

Búið er að opna fyrir skráningu á mótið, skatar.is/vidburdaskraning. Skráningarfrestur er til 15. maí 2016. Mikilvægt er að virða þann skráningarfrest til að allir geti fengið mótseinkenni og kvöldmat.

Foreldrafundur verður haldinn 16. maí 2016 kl 18:00 þar sem farið verður í allt það helsta varðandi mótið, útbúnað og fleira.

Skátakveðjur,

Auður Guðmundsdóttir, starfsmaður Ægisbúa, og
Hulda María Valgeirsdóttir, sveitaforingi drekaskáta.