Viðbrögð Skátafélagsins Ægisbúa til varnar einelti.
Fyrstu forvarnir gegn einelti byrja við inngöngu í skátafélagið. Með því að:
Stuðla að samvinnu heimila og skátafélags.
Upplýsa foreldra um stefnu félagsins gegn einelti
Sveitarforingi hafi reglulega umræðu í sveit sinni um líðan, samskipti og hegðun.
Sveitarforingi setji reglur í sveitinni gegn ofbeldi og einelti.
Skátar þjálfist að vinna í hóp og sýni hverjir öðrum tillitsemi, sveigjanleika og umburðarlyndi.
Skilgreining skáta á einelti:
Einelti er langvarandi ofbeldi, líkamlegt eða andlegt sem stýrt er af einstaklingi eða hópi og beinist að ákveðnum einstaklingi. Þetta þarf að vera endurtekið aftur og aftur og sá sem fyrir eineltinu verður er ekki fær um að verja sig.
Stríðni, átök og einstakur ágreiningur milli jafningja telst ekki til eineltis.
Einelti er ekki liðið í skátunum.
Fyllsta trúnaðar er gætt við meðferð eineltismála.
1. Könnunarstig:
Þegar vitneskja berst um einelti til skátafélagsins frá skáta, forráðamönnum eða foringjum í félaginu, er henni komið til sveitarforingja. Sveitarforingi skráir í dagbók og greinir málið samkvæmt skilgreiningu skátafélagsins á einelti. Á könnunarstigi leitar sveitarforingi eftir upplýsingum frá öðrum foringjum í félaginu og greinir félagsforingja og starfsmanni frá stöðu mála. Félagsforingi ákveður næstu skref eftir eðli málsins.
2. Framkvæmdastig :
Ef félagsforingi metur að um einelti sé að ræða sem nær út fyrir skátafélagið, vísar hann málinu til stjórnar.
Ef félagsforingi metur að um einelti sé að ræða innan sveitar, gerir hann forráðamönnum málsaðila grein fyrir stöðunni.
Farið er yfir:
Hver viðbrögð félagsins eru til að aðstoða þolanda og geranda/gerendur.
Hvað forráðamenn þolanda, geranda/gerenda geta gert til aðstoðar barni sínu og félaginu og hver ábyrgð forráðamanna er í eineltismálum.
Hver ábyrgð forráðamanna er í meðferð eineltismála og hvað þeir geta/eigi að gerabarni sínu og félaginu til aðstoðar.
Að foreldrar geti sjálfir haft samband við námsráðgjafa og/eða sálfræðing í skóla viðkomandi.
Samstarf foreldra og sveitarforingja um að fylgja málinu eftir.
3. Félagsforingi gerir viðkomandi foringjum, starfsmanni og stjórn grein fyrir stöðu mála.
4. Allt ferlið er skráð í dagbók af sveitarforingja og foreldrar eru einnig hvattir til að skrá hjá sér málsatvik.
Ef ofangreindar aðgerðir í sveitinni bera ekki árangur að mati félagsforingja, vísar hann málinu til stjórnar ásamt dagbókarskráningu sinni á málsatvikum.
5. Vinnureglur stjórnar Ægisbúa í eineltismálum :
Stjórn Ægisbúa tekur tilvísun eineltismáls til umræðu á fundi. Þar er málið skoðað og fer það eftir eðli þess og vexti til hvaða aðgerða er gripið. Ákveðnum stjórnarmönnum er falin umsjón áframhaldandi vinnu.
Stjórn Ægisbúa fylgist með framgangi málsins. Gangi ekki að uppræta eineltið innan veggja skátafélagsins er leitað til sérfróðra aðila í skóla viðkomandi.
Hlutverk foringja skátafélagsins Ægisbúa:
Hlutverk allra foringja félagsins er að vera vakandi fyrir líðan og velferð skáta í félaginu. Mikilvægt er að koma vitneskju um einelti sem allra fyrst til sveitarforingja eða starfsmanns.
Hlutverk skáta í félaginu:
Að koma vitneskju um einelti til sveitarforingja eða starfsmanns.
Hlutverk foreldra:
Að vera vakandi fyrir líðan, námsgengi og félagslegri stöðu barna sinna.
Nú um helgina eru fálkaskátasveitirnar Sjóarar og Hafmeyjar á leið í sveitarútilegu.
Enn vantar eitthvað upp á skráningar barnanna í félagið. Til þess að komast með í útileguna er nauðsynlegt að barnið sé skráður félagi! Þetta er vegna þess að foreldri verður að vera búinn að samþykkja með rafrænum hætti eða undirskrift leyfi fyrir þátttöku í starfinu samkvæmt barnaverndarlögum.
Hér að neðan er styttri útgáfan af leiðbeiningum um hvernig maður skráir barn í félagið en svo fylgir með færslunni linkur á síðu með ítarlegri leiðbeiningum.http://www.skatamal.is/wp-content/uploads/2018/03/Skr%C3%A1ningarlei%C3%B0beiningar-feb-18-n%C3%BDtt.pdf
Leiðbeiningar fyrir nóra
Farðu á https://skatar.felog.is/
Haka við „samþykkja skilmála“
Smella á Íslykil skráargat
Skrá sig inn með rafrænu auðkenni eða íslykli
Smella á „skráning í boði“ (fyrir aftan nafn iðkanda)
Velja námskeið – smella á „skráning“
Velja greiðslumáta (greiðsluseðill eða kreditkort)
Haka við „samþykkja skilmála“
Smella á „Áfram“
Skrá greiðslur og að lokum staðfesta
Að lokum vil ég benda nýjum foreldrum á að við erum með lokaðann foreldrahóp hér á facebook sem heitir einfaldlega foreldrar í Ægisbúum.
Skátakveðja
Fundarboð
Aðalfundur Ægisbúa 2018
Boðað er til aðalfundar skátafélagsins Ægisbúa fimmtudaginn 22. febrúar 2017 kl. 20.00 í Ægisbúð.
Dagskrá fundarinns:
Skýrsla stjórnar fyrir síðasta almanaksár kynnt og rædd.
Reikningar félagsins fyrir síðasta almanaksár kynntir og afgreiddir.
Lagabreytingar kynntar, ræddar og afgreiddar.
Kosning félagsforingja.
Kosning í stjórn félagsins.
Kosning eins skoðunarmanns
Önnur mál.
Rétt til setu á aðalfundi hafa :
a) Með atkvæðisrétti : Allir fullgildir lögráða félagar *.
b) Án atkvæðisréttar : Aðrir fullgildir* félagar og fulltrúi stjórnar BÍS.
*Fullgildir félagar eru þeir sem skráðir voru í félagið árin 2017 og 2018, hafa greitt félagsgjöld og þeir sem undanþegnir eru greiðslu félagsgjalda, s.s. stjórnarmenn, sveitarforingjar ofl skv. ákvörðun stjórnar.
Reykjavík, 8. febrúar 2018
f.h. stjórnar
Helga Rós Einarsdóttir,
félagsforingi
February 13
Hæ hó!
Minnum á að starf byrjar aftur á morgun með fundi hjá Hafmeyjum klukkan 17:30.
January 07
Upplýsingar um Dróttskátaviðburðinn um helgina eru komnar inn á foreldrahópinn :)
November 16
Félagsútilega Ægisbúa haustið 2017 í Lækjarbotnum heppnaðist einstaklega vel og átti veðrið stóran þátt í því. Snjór, ævintýri, sverðagerð, vígsla inn í skátana og hike.
Félagsútilega Ægisbúa haustið 2017 í Lækjarbotnum heppnaðist einstaklega vel og átti veðrið stóran þátt í því. Snjór, ævintýri, sverðagerð, vígsla inn í skátana og hike.