Fjáröflun Ægisbúa

Fjáröflun Ægisbúa

Okkur í Ægisbúum bauðst að vera með fjáröflun með vörum frá Kaffitár sem við vijum endilega að skátarnir okkar nýti sér. Nú fer að koma að tjaldútilegunni okkar sem verður haldin helgina 2-4.júní á Úlfljótsvatni og væri þetta sniðug leið til að láta skátana safna sér fyrir útilegunni. Þeir sem eru mjög duglegir að selja […]

POLUW

POLUW

PIRATES OF LAKE UGLY WOLF Farið verður í tjaldútilegu helgina 2.-4. júní á Úlfljótsvatni. Skráning fer fram með því að senda póst á skati@skati.is með nafni og kennitölu barns. Í útileguna kostar 9.900 kr. Innifalið í því er matur, dagskrá, gisting og rúta. Útbunaðarlista má finna hér. Mæting upp í skátaheimili kl 19:30 á föstudag, […]

Sof-Ét

Laugardaginn 29. Apríl verður Sof-Ét Fálkaskata upp í skátaheimili. Gist verður þannig ekki gleyma svefnpoka. Mæting er kl 17:00 og allir koma heim næsta morgun þegar búið er að ganga frá, kostar 2.000 kr. Í boði verður pizza og gos. Það má mæta með nammi og snakk. Endilega mæta með borð- eða tölvuspil eða aðra […]

Innilega 4.-5. mars

Í staðinn fyrir útilegu verður farið í Innilegu kl 11 a laugardag 4. Mars. Mæting er í Ægisbúð. Farið verður i leik um Reykjavík sem endar i skátaheimilinu Ægisbúð þar sem gist verður. Heimferð kl 13:00 a sunnudaginn 5. Mars. Verð er 3000 kr, skátinn þarf að koma með sundföt, hlý föt og dagsferðar poka, […]

Upphaf starfs

Upphaf starfs

Fundir hefjast þriðjudaginn 17. janúar Drekaskátar  8-9 ára – á þriðjudögum kl. 17.00 – 18.00 Selir – strákar (3. og 4. bekkur) Urtur – stelpur (3. og 4. bekkur) Fálkaskátar 10-12 ára – á þriðjudögum kl. 18.00 – 19.15 Hafmeyjar – stelpur  (5.-7. bekkur) Sjóarar – strákar (5.-7. bekkur) Dróttskátar 13-16 – á þriðjudögum kl. 20.00 – 21.30 […]

Jólafundur sunnudaginn 4. des.

Jólafundur sunnudaginn 4. des.

Hinn hefðbundni jólafundur Ægisbúa verður sunnudaginn 4. des. kl. 10.30-12.00. Þar verður rölt í kringum jólatréð að sið Ægisbúa,  hinn fjölþjóðlegi jólasveinn mun líta við, rússíbaninn verður á sínum stað og loks munum við gæða okkur á veitingum í boði hússins. Vegna plássleysis er fögnuðurinn aðeins fyrir Ægisbúa og ekki er ætlast til að skátar […]

Dagsferð sunnudaginn 13. nóvember kl. 10-13.

Um næstu helgi, sunnudaginn 13. nóvember, ætlum við að fara í dagsferð. Mæting er kl. 10.00 og við gerum ráð fyrir að vera komin aftur í Ægisbúð kl. 13.00. Athugið vel að skátinn sé vel klæddur og komi með smá nesti, t.d. eina samloku, ávöxt og drykk.

Upphaf starfs haustið 2016

Vetrarstarfið hjá okkur hefst mánudaginn 3. október. Þá vikuna verða kynningarfundir sveita. Sjá fundartíma hér.